Lamparnir Ég Lofa Að Fara Að Sofa er hönnun sem stuðlar að því að lengja líftíma á hönnun fyrir börn. Með vönduðu efnisvali, formi og litavali er ljósið hugsað sem hluti af heimilinu í heild. Hannaður út frá persónlegum augnablikum sem einkennir líf flestra foreldra á lampinn að geta fylgt fjölskyldum sem falleg minning eða mikilvæg táknmynd fyrir tímann sem hefur liðið, líkt og gömul barnateikning sem aldrei er tekin niður.
Lampinn er framleiddur í takmörkuðu upplagi. Hægt er að leggja inn pöntun á sstudiorolo@gmail.com eða instagram.com/studio-rolo